Sunday, June 8, 2014

Handboltaskóli ÍR

Minnum á handboltaskóla ÍR sem byrjar á þriðjudaginn! 

Tveggja vikna handboltanámskeið fyrir krakka fædd 2004-1997. Æfingar standa yfir í tvær klukkustundir dag hvern og fara fram í íþróttahúsinu við Austurberg.

Skólastjóri er Sigurjón Björnsson(Sjonni)! Sjonni er hokinn af reynsu, en hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur þjálfað handbolta í 6 ár, allt frá 6. Flokki upp í 3. Flokk. Sjonni hefur spilað í meistaraflokki síðan 2006 og varð íslandmeistari með HK 2011 og bikar- og meistari meistarana með ÍR 2013. Sjonni er uppalinn ÍR-ingur og hefur alla sinn ferill leikið með ÍR utan tvö ár sem hann lék með HK. 

Takmarkaður fjöldi kemst að í hvort námskeið og því er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Námskeiðsvikur:
10.-24. júní
5.-18. ágúst

Æfingatímar og aldursflokkar:
10-12 ára(02-04) kl. 09:00-11:00
13-14 ára(01-00) kl. 11:30-13:30
15-16 ára(99-97) kl. 13:30-15:30

Verð: 14.500 kr.
Skráning á www.ir.is

Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080

 

 

Saturday, May 3, 2014

Bikar í hús hjá 4.fl. eldra árs.

4.fl.ka. eldra árs skilaði bikar í hús eftir flottan sigur á Selfossi í B-úrslitum Íslandsmóts í dag.  
Frábært hjá ykkur strákar, til hamingju !!

Flottir strákar sem skiluðu bikar í hús í dag.

Friday, May 2, 2014

4.fl. ka. eldra árs í B-úrslitum Íslandsmóts

B úrslit 4. flokks karla eldra árs verða haldin í Austurbergi fös. og lau. Okkar strákar mæta KA kl. 19:00 á fös. og vonandi tryggja þeir sig áfram í undanúrslit á laugardeginum
Hér fyrir neðan má sjá alla leikina í Austurbergi og tímasetningar.
Við hvetjum alla til að mæta á leikina og styðja liðin.

B ÚRSLIT 4.KA 2014
DAGUR TÍMI VÖLLUR LEIKUR ÚRSLIT
Fös. 2.maí. 19.00 Austurberg ÍR 1 - KA 2
Fös. 2.maí. 20.15 Austurberg Þór Ak. - Valur
Lau. 3.maí. 10.00 Austurberg Undanúrslit - Fram 1
Lau. 3.maí. 11.15 Austurberg Selfoss - Undanúrslit
Lau. 3.maí.2014 13.30 Austurberg Úrslitaleikur - Úrslitaleikur


Monday, April 28, 2014

B-úrslit 3.fl.ka. 2014 í Austurbergi

Strákarnir í 3.fl. ka. urðu í 2. sæti í B úrslitum á Íslandsmótinu í handbolta sem fór fram um helgina í Austurbergi.
Flottur árangur hjá strákunum sem sýnir að framtíðin er björt hjá ÍR Handbolta.
Til hamingju strákar með frábæran árangur !