Sunday, November 27, 2011

Þjálfaraskipti hjá 3. fl karla

Brynjar Steinarsson sem verið hefur þjálfari 3. flokks karla lætur af störfum vegna anna.  Við liðinu tekur Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson sem er ÍR-ingum vel kunnugur þar sem hann hefur æft, spilað og þjálfað hjá ÍR.   Samhliða þessum breytingum verður aukin áhersla lögð á markmannsþjálfun sem Hrafn Margeirsson sér um, Ingimundur Ingimundarson verður með sérstakar varnaræfingar einu sinni í viku næstu fjórar vikurnar og Bjarni Fritzson verður með fyrirlestur.  

Vonum við að þessar breytingar verði  til góðs og að strákarnir horfi fram á veginn og klári tímabilið af krafti!  Við þökkum Brynjari kærlega fyrir óeigingjarnt starf í þágu handboltadeildar ÍR og óskum Finnboga jafnframt góðs gengis.
Finnbogi t.h. aðstoðarþjálfari landsliðsins og Júlíus Jónasson
Finnbogi og Siggeir handsala ráðninguna.
Kveðja Barna og unglingaráð

No comments:

Post a Comment