Brynjar Steinarsson sem verið hefur þjálfari 3. flokks karla lætur af störfum vegna anna. Við liðinu tekur Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson sem er ÍR-ingum vel kunnugur þar sem hann hefur æft, spilað og þjálfað hjá ÍR. Samhliða þessum breytingum verður aukin áhersla lögð á markmannsþjálfun sem Hrafn Margeirsson sér um, Ingimundur Ingimundarson verður með sérstakar varnaræfingar einu sinni í viku næstu fjórar vikurnar og Bjarni Fritzson verður með fyrirlestur.
Vonum við að þessar breytingar verði til góðs og að strákarnir horfi fram á veginn og klári tímabilið af krafti! Við þökkum Brynjari kærlega fyrir óeigingjarnt starf í þágu handboltadeildar ÍR og óskum Finnboga jafnframt góðs gengis.
No comments:
Post a Comment